fbpx
3

Bikarmót 2 – Poomsae

Annað bikarmót vetrarins fór fram í herbúðum Bjarkanna í Hafnarfirði nú um helgina og átti Taekwondodeildin þar nokkra glæsilega fulltrúa, tólf í keppni í formum og sex sem kepptu í bardaga.

Mótið var haldið óvenju snemma í ár og því ekki mikill tími til æfinga. Okkar krakkar stóðu sig þó frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að flestir okkar keppenda voru ýmist að keppa í nýjum keppnisflokkum eða á sínu allra fyrsta móti.
Yngri iðkendurnir stóðu sig vel að vanda og var gaman að sjá svo marga stíga sín fyrstu skref á keppnisgólfinu.

Deildin átti ekki keppendur í A – flokki að þessu sinni en átti fjóra glæsilega fulltrúa í B – flokki í Poomsae (Formum) sem stóðu sig frábærlega.

Arnar Freyr Brynjarsson keppti í fyrsta sinn í Junior flokki og gerði sér lítið fyrir og fór heim með þrenn gullverðlaun og skilaði inn 21 stigi fyrir félagið.
Sveinbjörn Sævar Sigurðarson keppti í flokki fullorðinna og sigraði þann flokk.
Nojus Gedvilas keppti í Cadet flokki og náði þar á verðlaunapall er hann hlaut brons verðlaun í þessum sterka og fjölmenna flokki.
Lilja Jóhanna Birgisdóttir er margreynd keppniskona þó hún sé ung að árum. Hún hefur æft með landsliðinu undanfarið ár og mætti nú til leiks á sínu fyrsta móti í Cadet flokki. Lilja stóð sig frábærlega og krækti í verðskuldað silfur á sínu fyrsta móti í viðurkenndum keppnisflokki.

 

Þau æfa öll af kappi fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður hér á landi helgina 27.-28. Janúar.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!