fbpx
Ísland - Holland 1-1 (0-0), EM - Reykjavík, Laugardalsvöllur 1. september 1982.
Þorsteinn Bjarnason, Viðar Halldórsson, Sævar Jónsson, Marteinn Geirsson fyrirliði, Trausti Haraldsson (Ómar Torfason 68.), Karl Þórðarson, Janus Guðlaugsson (Gunnar Gíslason 13.), Atli Eðvaldsson, Pétur Órmslev, Arnór Guðjohnsen, Lárus Guðmundsson.
Varamenn: Guðmundur Baldursson, Sigurður Lárusson og Örn Óskarsson.
Mark Íslands:  Atli Eðvaldsson (49.).
Þjálfari:  Jóhannes Atlason.
Áhorfendur:  2.862
Dómari:  McGINLAY  Brian R. (Skotland).

Aftari röð frá vinstri:
Janus Guðlaugsson, Lárus Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Bjarnason, Sævar Jónsson og Marteinn Geirsson.
Fremri röð frá vinstri:
Arnór Guðjohnsen, Viðar Halldórsson, Karl Þórðarson, Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev.

Trausti Haraldsson, ​​​​​kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram

​​​​​Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram

Trausti Haraldsson

Fæddur í Reykjavík 24. janúar 1957. Dáinn 20. janúar 2024.

*  Útför Trausta fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, föstudaginn 2. febrúar 2024, kl. 15.00

Við fráfall Trausta Haraldssonar sér Fram á bak góðum, traustum og einum af bestu knattspyrnumönnum félagsins í gegnum tíðina.

Trausti vakti ungur athygli fyrir knattspyrnuhæfileika sína og keppnishörku. Guðmundur Jónsson, þjálfari Fram, vissi hvað bjó í pilti er valdi hann í lið sitt þegar Trausti var ný orðinn 18 ára, 1975. Eftir leik gegn KR á Melavellinum, mátti lesa þetta í Tímanum (SOS) í umsögn um leikmenn Fram: „Á miðjunni lék ungur og efnilegur leikmaður – Trausti Haraldsson. Þessi efnilegi leikmaður á örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Hann á erfitt verkefni fyrir höndum – að fylla upp í það skarð, sem landsliðsmennirnir Guðgeir Leifsson og Ásgeir Elíasson hafa skilið eftir sig í Fram-liðinu.“

Þarna var Trausti, sterkur og fljótur, að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu og seinna um sumarið var Guðmundur þjálfari búinn að finna framtíðarstöðu fyrir Trausta; sem bakvörður. Þá stöðu átti hann eftir að skila með miklum sóma. Trausti fékk frábæra dóma síðar um sumarið eftir leik gegn ÍA, er hann var sagður hafa haft góðar gætur á Karli Þórðarsyni; yfirspilað hann.

Trausti varð bikarmeistari með Fram 1979 og 1980, en það ár var hann krýndur „Besti leikmaður Íslandsmótsins“ hjá Morgunblaðinu, en hann var efstur í einkunnargjöf blaðsins. Fékk 104 stig í 16 leikjum, eða 6,9 í meðaleinkunn, sem var hæsta meðaleinkunn sem Morgunblaðið hafði gefið. Sem dæmi um hversu hörð keppnin var, að Marteinn Geirsson, Fram og Sigurður Grétarsson, Breiðabliki, voru báðir með 6,8 í meðaleinkunn.

Þetta var sagt um Trausta í Morgunblaðinu (ÞR) þegar hann var útnefndur besti leikmaðurinn: „Trausti er sterkur varnarmaður sem á örugglega eftir að gera enn betur. Hann var lykilmaður hjá Fram ekki síður í sókn en vörn, því Trausti er sókndjarfasti varnarmaður íslensku knattspyrnunnar. Þá hefur Trausti verið fastamaður í landsliðinu og jafnan sýnt mikinn baráttuvilja og keppnisskap.“

Trausti var við æfingar hjá hollenska liðinu Utrecht í hálfan mánuð á vordögum 1980. Þá fór hann til þýska liðsins Hertha Berlín í október sama ár og æfði með liðinu um tíma. Hann valdi að koma heim í nóvember, þó svo að forráðamenn liðsins vildu halda honum lengur.

Trausti tók þátt í 23 landsleikjum, lék 20 leiki. Hans fyrsti leikur var gegn Vestur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1979 (1:3), en síðasta leik sinn lék hann gegn Noregi 1984. Trausti lék hinn fræga sigurleik gegn Tyrkjum í Izmir, 3:1, 1980 – fyrsta HM-sigurleik Íslands. Stuttu áður hafði hann leikið gegn Svíum í Halmstadt, 1:1. Þá lék hann í jafnteflisleik gegn Englandi, 1:1, á Laugardalsvellinum 1982 og EM-leik gegn Hollandi, 1:1, 1982. Vegna meiðsla lék Trausti ekki fleiri landsleiki.

Trausti, sem lagði skóna óvænt á hilluna 1984, var ávallt ljúfur drengur, léttur í lund og mikill húmorristi. Það var kátt í kringum Trausta.

 Knattspyrnufélagið Fram þakkar Trausta Haraldssyni fyrir trygga vináttu.

Sigmundur Ó. Steinarsson.

Sigurlið Íslendinga gegn Tyrkjum í HM-leik í Izmir, 1980, 3:1. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þorbjörnsson, Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Bjarnason, Trausti Haraldsson og Marteinn Geirsson, fyrirliði. Fremri röð: Albert Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson, Teitur Þórðarson, Sigurður Halldórsson, Viðar Halldórsson og Janus Guðlaugsson.

Byrjunarlið Íslands sem gerði jafntefli við Holland í EM-leik 1982 á Laugardalsvellinum. Aftari röð frá Vinstri: Janus Guðlaugsson, Lárus Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Þorsteinn Bjarnason, Sævar Jónsson og Marteinn Geirsson, fyrirliði. Fremri röð: Arnór Guðjohnsen, Viðar Halldórsson, Karl Þórðarson, Trausti Haraldsson og Pétur Ormslev.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!