Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari Íslands U16 karla, hefur valið leikmannahóp sem kemur saman til æfinga í Miðgarði dagana 12. – 14. febrúar n.k.
Viktor Bjarki Daðason er fulltrúi Fram að þessu sinni, en hann spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fram síðasta sumar og gerði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Fram gegn Val í gær.
Viktor Bjarki mun ganga til liðs við FCK í sumar eins og áður hefur komið fram.
Gangi þér vel!