Knattspyrnufélagið Fram og Errea á Íslandi skrifuðu fyrir helgi undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu sex ára. Fram og Errea hafa verið í góðu sambandi allt frá árinu 2002 eða í heil 22 ár.
Þessi samningur er líkt og sá fyrri við félagið í heild sinni og munu allir flokkar félagsins leika í búningum frá Errea.
Knattspyrnufélagið Fram fagnar þessum nýja samningi við Errea og munum við í samstarfi við Errea reyna bjóða upp á gott úrval af vörum frá Errea til okkar iðkenda.
Öll sala á Fram fatnaði fer fram í sportbúð Errea sem staðsett er í Bæjarlind 14-16, Kóparvogi. Með því er hægt að tryggja besta úrval fatnaðar og góða þjónustu til okkar iðkenda og félagsmanna.
Samningurinn var undirritaður í Íþróttahúsi FRAM af þeim Þorvaldi Ólafssyni framkvæmdarstjóra Errea á Íslandi og Þór Björnssyni íþróttastjóra Fram.
Knattspyrnufélagið FRAM