Hólmsheiðarhlaupið var kosið besta utanvegahlaupið annað árið í röð. Það er vefurinn hlaup.is sem stendur fyrir kosningunni.
Almenningsíþróttadeild Fram og Ultraform standa saman að hlaupinu og hefur verið uppselt í hlaupið síðustu tvö árin.
Hólmsheiðarhlaupið verður haldið fimmtudaginn 27. júní. Verður boðið upp á 22 km, 10 km og í fyrsta sinn 6 km hlaup. Hægt að skrá sig í hlaupið á hlaup.is.
Almenningsíþróttadeild Fram