fbpx
Æfingaferð í Salu III

Æfingaferð Fram á Spáni gengur vel

Nú eru þrír dagar liðnir af æfingaferð meistaraflokka félagsins og hóparnir farnir að slípast vel saman.
Veðrið heldur áfram að leika við okkur hér í Salou. Sól og góður hiti meira eða minna allan tímann og allir að njóta sín vel.
Föstudag og laugardag voru stífar æfingar en svo var laugardagskvöldið tekið í  góðan mat og smá stuð. 

Þjálfarateymin sameinuðust yfir góðri steik þar sem Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, gat útskýrt fyrir Rúnari, þjálfara meistaraflokks karla, í löngu máli hvernig ferill hans hjá Tindastól væri fullkomlega sambærilegur við feril Rúnars hjá landsliðinu og Lokeren í Belgíu.

Leikmenn beggja liða áttu frábært kvöld þar sem margir sýndu stórkostlega takta hvort sem um var að ræða rapp, battl, uppistand eða söng.

Sunnudagur var svo tekinn í hvíld, rólegheit og batteríin hlaðin fyrir komandi átök. Framundan eru þrír grjótharðir æfingadagar áður en kemur að heimferð. 

Myndir hér: 
https://framphotos.pixieset.com/2024-fingafersalou/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!