fbpx
Ásgeir Elíasson - Maðurinn með hattinn

Ásgeir – Maðurinn með hattinn Heimildarmynd um Ásgeir Elíasson

Fyrir nokkrum árum hófst Hermann Guðmundsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fram handa við að framleiða heimildarmynd um Ásgeir Elíasson.

Myndin er nú tilbúin og verður hún frumsýnd í Sambíóunum í Kringlunni miðvikudaginn 20. mars kl. 18:00.  Miðasala er hafin hjá Sambíóunum.  Miðaverð er kr. 2.900- og fer ágóðinn af miðasölu í að hafa upp í þann kostnað sem féll til við gerð myndarinnar.

Væntanlega verður aðeins um þessa einu sýningu að ræða í bíó en myndin verður síðar tekin til sýninga hjá RÚV.

Ásgeir Elíasson þarf ekki að kynna fyrir Frömurum eða öðrum íslenskum íþróttaáhugamönnum.  Hann var gríðarlega sigursæll bæði sem leikmaður og þjálfari Fram. Hann varð svo síðar landsliðsþjálfari Íslands og náði góðum árangri.

Guðmundur Torfason núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram lék undir stjórn Ásgeirs á gullaldarárum Fram á 9. áratugnum.  ”Ég hvet alla Framara og velunnara Geira El til þess að mæta í Sambíóin á miðvikudag kl. 18:00.  Geiri var frábær þjálfari og ótrúlegur karakter.  Það er virkilega gaman að saga hans hafi nú verið skrásett og ráðist í gerð þessarar heimildarmyndar”.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!