Svala Júlía framlengir við Fram!
Svala Júlía Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fram.
Hún er uppalin hjá félaginu, spilaði á sínum tíma með góðum árangri fyrir yngri flokka félagsins og hefur átt sæti yngri landsliðshópum. Hún hefur spilað með meistaraflokki kvenna frá unglingsaldri, nú sem línumaður. Þá hefur Svala Júlía einnig þjálfað hjá yngri flokkum félagsins og reynst liðinu mikilvægur liðsstyrkur.
„Svala Júlía er einn af þeim mörgum leikmönnum sem hafa alist upp hjá Fram og tekið þátt í uppbyggingu félagsins. Ég fagna því að hún sé áfram í okkar öfluga liði og hlakka til að starfa með henni,“ segir Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks kvenna.