Kæru Framarar!
Nú stendur til að setja upp nafna- og fyrirtækjavegg við leikmannagöngin þar sem leikmenn ganga út á aðalvöllinn.
Þessi veggur verður það síðasta sem leikmenn sjá áður en þeir ganga út á völlinn á leikdegi. Það er því vel viðeigandi að á honum séu nöfn stuðningsmanna, vina og ættingja ásamt lógóum þeirra fyrirtækja sem styðja liðið.
Þarna eiga auðvitað nöfn allra stuðningsmanna að vera. Við erum öll í þessu saman og þetta er góð leið til að sýna leikmönnum hve margir einstaklingar og fyrirtæki styðja við bakið á þeim.
Hvert nafn kostar aðeins 10.000 kr og hvert lógó 50.000 kr.
Gjöf en ekki gjald!
Þið fyllið út formið hér: https://k4qkuaga.forms.app/tunnelveggur og Fram sendir kröfu í heimabankann. Einfalt og þægilegt.
Síðasti dagur til að skrá sig er 10. maí.