Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsþjálfari Íslands U18 kvenna hefur valið leikmannahóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt á HM í Kína 14. – 25. ágúst.
Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum á Íslandi 1. og 2. júní.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga tvo leikmenn í þessum lokahópi Íslands en Dagmar Pálsdóttir og Ingunn María Brynjarsdóttir voru valdar frá Fram að þessu sinni.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir Fram
Ingunn María Brynjarsdóttir Fram
Gangi ykkur vel.