Arnór Máni Daðason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild FRAM. Arnór Máni er einn af efnilegri markmönnum landsins og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, átt fast sæti í meistaraflokki Fram á liðnum árum.
Arnór Máni er uppalinn hjá FRAM og á að baki farsælan feril með yngri flokkum félagsins. Þá hefur hann reglulega verið í landsliðshópum yngri flokka.
Einar Jónsson þjálfari m.fl. karla; „Arnór Máni er öflugur leikmaður sem leggur sig mikið fram, er góður liðsfélagi og hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Við erum stoltir af því að hafa hann áfram í sterku markmannsteymi félagsins.“