fbpx
Margrét Áslaug vefur

Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir framlengir samning sinn við Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við einn af yngri og efnilegri leikmönnum sínum, Margréti Áslaugu Bjarnhéðinsdóttur, og er þessi samningur til tveggja ára eða út tímabilið 2025 – 2026.

Margrét Áslaug er fædd árið 2005 og verður því 19 ára á þessu ári.  Hún leikur í stöðu vinstri hornamanns en er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í fleiri stöðum og hennar hlutverk hefur stundum verið að leika í hægra horni, í 3ja flokki og með U liði Fram í Grill deildinni.

Margrét Áslaug varð fyrir því óhappi að slíta krossband í hné í einum af fyrstu leikjum síðastliðið haust og hefur veturinn því farið endurhæfingu.

Margrét Áslaug hefur unnið mjög vel í sinni endurhæfingu í vetur og er á góðri leið með að jafna sig af þessum erfiðu meiðslum og kemur vonandi enn sterkari til leiks næsta vetur.

Það er Handknattleiksdeild Fram sérstök ánægja að hafa tryggt sér krafta Margrétar Áslaugar til næstu tveggja ára.  Handknattleiksdeild Fram sér hana sem einn af framtíðar leikmönnum félagsins og hluta af þeim hópi sem mun verða í lykilhlutverki í Fram liðinu á komandi árum.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!