Landsliðsþjálfarar Íslands í handbolta, U-16 og U-18 karla hafa valið hópa sína fyrir sumarið.
U-16 ára landslið karla
Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson landsliðsþjálfarar U-16 karla hafa valið leikmanna hóp sem leika tvo æfingaleiki í Færeyjum dagana 1. og 2. júní. Æfingar fyrir ferðina fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga einn fullrtúa í þessum landsliðhópi Íslands en Kristófer Tómas Gíslason var valinn frá Fram að þessu sinni.
Kristófer Tómas Gíslason Fram
U-18 ára landslið karla
Heimir Ríkarðsson og Patrekur Jóhannesson landsliðsþjálfarar U-18 ára landsliðs karla hafa valið æfingahóp sem kemur saman til æfinga 24. – 26. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum æfingahópi Íslands. Þeir sem voru valdir frá fram að þessu sinni eru:
Marel Baldvinsson Fram
Max Emil Stenlund Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM