fbpx
Setmótið

Flottir Fram strákar á Set mótinu

Set mótið fór fram á Selfossi helgina 8.-9. júní.

Um er að ræða stórt og glæsilegt mót sem haldið er fyrir yngra ár 6.flokks karla. Spilaður er 5 manna bolti þar sem lögð er áhersla á að spila frá marki.

Fram sendi 4 lið til keppni þetta árið. Úrslitin voru upp og ofan, eins og gengur, og enginn bikar sem skilaði sér í hús í þetta sinn. 

Strákarnir voru almennt til fyrirmyndar, lögðu sig alla fram og sýndu oft flotta takta. Það er mjög lærdómsríkt og gott að mæta jafningjum sínum úr öðrum liðum og enn betra að gera það á jafn flottu móti og Selfyssingar bjóða upp á. Að læra og hafa gaman er stærsti þátturinn í þessu og það tókst vel.

Við þökkum Selfyssingum fyrir flott mót og hlökkum til að mæta að ári.

Til hamingju með gott mót strákar. Áfram Fram!

Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-setmti/

Myndir toggipop 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!