Norðurálsmótið fór fram helgina 21. – 23. júní á Akranesi.
Eins og við var að búast þá var mótið mikil fótboltaveisla þar sem iðkendur af eldra ári 7.flokks karla léku listir sínar.
Fram sendi heil 6 lið til þáttöku þetta árið og það var því stór og glæsilegur hópur ungra Framara sem hélt nafni félagsins á lofti á skaganum þessa helgi.
Á norðurálsmótinu er lögð áhersla á leikgleði og upplifun iðkenda umfram úrslit og því voru úrslit leikja ekki skráð og engir bikararar eða árangurstengd verðlaun veitt.
Okkar drengir stóðu sig frábærlega innan sem utan vallar á mótinu og fengu fyrir vikið háttvísisverðlaun mótsins þetta ár. Við erum auðvitað gríðarlega stolt af þeim.
Til hamingju strákar!
Myndir frá mótinu eru hér: https://framphotos.pixieset.com/2024-nmti/