Einn af okkar uppöldu drengjum færir sig um set og er genginn til liðs við Þrótt Reykjavík.
Aron Snær er kunnugur staðháttum í Laugardalnum eftir að hafa eytt stærstum hluta síðustu tveggja tímabila á láni þar.
Við Framarar munum sjá á eftir Aroni Snæ og gleymum aldrei þeim krafti sem hann kom með inn í liðið síðasta sumar.
Gangi þér sem allra best Aron og dyrnar í Úlfarsárdalnum eru alltaf opnar fyrir þér.