Síðastliðin fimmtudag 10. okt var lokið við að endurnýja gervigras á gamlavellum okkar hérna í Úlfarsárdalum. Verkið gekk vel en það tók sléttar 3 vikur að fjarlægja gömlu mottuna og koma nýju grasi fyrir. Það má segja að veðurguðirnir hafi verið með okkur í liði eins og svo oft áður hérna í Dal Draumanna.
Þessi gervigrasvöllur var komið til ára sinna en fyrsta æfing á gamla grasinu var 15. nóvember 2011. Grasmottan var því alveg að ná 13 ára aldri sem gerir grasmottuna þá elstu sem við vitum um hjá íþróttafélagi í Reykjavík.
Myndin er tekin á fyrstu æfingunni sem fór fram á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal eins gloggir sjá var lítið ljós á vellinu í byrjun.
Gervigrasvöllur Fram hefur verið gríðarlega mikið nýttur og því mjög kærkomið að fá hann endurnýjaðan.
Kunnum við Framarar Reykjavíkurborg bestu þakkir fyrir að ráðast í verkið sem er mjög kærkomið fyrir okkar iðkendur.
Til hamingju Framarar