fbpx
verðlaunahafar og formaður vefur

Ragnheiður og Þorgrímur valin best á lokahófi FRAM

100 leikir kvenna100 leikir karlaÁsta gegn Fjölniverðlaunahafar og formaðursjálfboðaliðarLokahóf handknattleiksdeildar FRAM var haldið í gær með pomp og prakt.  Boðið var upp á veitingar, veislumatur framreiddur af Sigga Tomm og Gumma Kolbeins. Ekki í fyrsta sinn sem þeir  tveir mæta og hrista eitthvað gott fram úr erminni, ómetanlegt að hafa svona fólk innan raða FRAM.
Eftir matinn voru veitt verðlaun fyrir áfangaleiki og þeir voru þó nokkrir að þessu sinni.
Sjö leikmenn fengu viðkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir FRAM en þau voru:
Ragnheiður Júlíusdóttir
Elfa Þóra Arnardóttir
Írís Kristín Smith
Kristín Helgadóttir
Elías Bóasson
Sigurður Örn Þorsteinsson
Stefán Darri Þórsson
Ásta Birna Gunnarsdóttir
fékk svo viðurkenningu fyrir að hafa leikið 400 leiki fyrir FRAM og geri aðrir betur. Hreint magnað að hafa svona leikmann innan félagsins og hennar framlag til FRAM seint þakkað.
Síðan var tilkynnt um val á leikmönnum ársins í karla og kvenna flokki.

Besti leikmaður mfl. kvenna   Ragnheiður Júlíusdóttir
Efnilegasti leikmaður mfl.kvenna  Hulda Dagsdóttir
Mikilvægasti leikmaður mfl. kvenna  Steinunn Björnsdóttir
Besti leikmaður mfl. karla Þorgrímur Smári Ólafsson
Efnilegasti leikmaður mfl. karla Óðinn Þór Ríkharðsson
Mikilvægasti leikmaður mfl. karla Arnar Freyr Ársælsson

Síðan voru viðkenningar til þeirra mörgu sjálfboðaliða sem komu að starfinu í vetur, algjörlega ómetanlegt fólk og án þeirra væri starfið í FRAM erfitt.

Vel heppnað lokahóf  handknattleiksdeildar FRAM, takk fyrir veturinn og takk fyrir mig.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!