Þrek og þol

Fjölbreyttir
tímar þar sem áhersla er lögð á alhliða þol- og styrktaræfingar. Unnið er með
lóð, eigin líkamsþyngd, teygjur ofl og æfingar aðlagaðar að hverjum og einum.
Vertu með í góðum félagsskap og ræktaðu líkamlega heilsu og ekki síst andlega
heilsu.

Tímarnir eru kl.
17:30-18:30 á:

·       mánudögum og miðvikudögum,
Jóna Hildur 

·       þriðjudögum og fimmtudögum,
Árný

Mánuður kostar kr. 8.500.-

Þjálfarar eru þær
Árný Andrésdóttir íþróttafræðingur og Jóna Hildur Bjarnadóttir, íþróttakennari.
Báðar hafa þær starfað sem einkaþjálfarar og hóptímakennarar og haldið utan um
fjölbreytt námskeið fyrir bæði fullorðna og börn ásamt því að starfa sem
íþróttakennarar í leik- og grunnskóla. Jóna Hildur hefur verið hóptímakennari
hjá almenningsíþróttadeild Fram frá árinu 1995.

Skráning er á staðnum eða á jonahildurbjarnadottir@gmail.com og arnyandres@gmail.com