Skokk- og gönguhópur Fram

Skokk- og gönguhópur Fram

Skokkhópur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal er opinn öllum sem vilja stunda holla hreyfingu í góðum félagsskap og eru byrjendur ávallt velkomnir. 

Æfingar:

Æfingar eru alls fjórum sinnum í viku, jafnt á stígum í hverfinu og á Hólmsheiði. Á mánudögum eru allskonar hlaupa og styrktaræfingar, miðvikudaga eru léttar skokk og hlaupaæfingar, á fimmtudögum eru sprettir (brekkur eða á jafnsléttu) og á laugardögum eru venjulega farnar lengri vegalengdir en hina dagana, allt eftir getu, áhuga og aðstæðum. Stundum er farið út fyrir hverfið á kaffihús og eigum góða stund saman eftir æfingu. Á sumrin eða í byrjun hausts förum við 2-3 daga ferðir út á land og skokkum og göngum fjöll og fl skemmtilegt.

Þjálfarar: Torfi og Andrés 

Fésbókin:
Hópurinn er með fésbókarsíðu (Skokkhópur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal) þar sem birtar eru fréttir af hópnum, myndir frá æfingum og upplýsingar um skipulag æfinga. Öllum er velkomið að setja inn færslur á síðuna og/eða bjóða öðrum með sér í göngu, skokk eða hlaup ef fólk kemst ekki á skipulögðum tíma.

Hvar á að mæta? Hittumst í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal kl 18:30 á mánudögum en aðra daga við húsið í Leirdalnum nema annað sé tekið fram inná fésbókarsíðunni.

Hlökkum til að sjá þig, það þarf ekki að æfa sig til að geta verið með.

Almenningsíþróttadeild Fram 

 Skokk- og gönguhópur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal

 

Æfingatafla – Haust vetur 2023-2024

Mánudagur: Fram Úlfarsárdal 18:30-19:30. Andrés þjálfari er með alskyns hlaupa og styrktaræfingar í bland. 

Þriðjudagar: Ultraform 18:10. Frábærar styrktaræfingar

Miðvikudagar: Leirdalur kl 18  létt skokk eða ganga. Hólmsheiði þegar fært er.

Fimmtudagar: Leirdalur kl 18:00 – 19:00, Torfi þjálfari sér um æfingar

Laugardagar: Leirdalur kl 9:00 eða aðrir staðir .  Lengri og rólegri æfing, skokk eða ganga. ýmislegt gert sér til gamans


Facebook:  Skokkhópur FRAM Grafarholti og Úlfarsárdal                      www.fram.is

Skrifstofa Fram Grafarholti s: 587-8800          Fram Safamýri s: 533-5600