Blakhópur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal hittist tvisvar í viku og spilar blak saman. Takmarkaður aðgangur er í hópinn eins og er vegna húsnæðisskorts, en við bíðum spennt eftir nýju húsnæði FRAM til að geta stækkað hópinn enn frekar.
Blak var áður stundað hjá FRAM á árunum 1978 til 1991, en var endurvakið árið 2016. Bæði dömur og herrar hafa tekið þátt í öldungamótum í blaki og dömurnar hafa tekið þátt í íslandsmótum. Hópurinn samanstendur nú af 2 karlaliðum og 2 kvennaliðum sem æfa í sitthvoru lagi.
Stjórn:
Formaður:
Sverrir Ben (sverrir@wendel.is- 6620262)
Meðstjórnendur:
Guðlaug Íris Þráinsdóttir
Helga Sveinsdóttir
Jóna Grétarsdóttir
Páll Þórir Daníelsson
Sigurlaug Hauksdóttir
Þjálfari: Natalia Ravva
Ert þú áhugasamur blakari?
Þó það sé ekki alltaf laust pláss hjá okkur hvetjum við áhugasama blakara til að kanna endilega stöðuna og hafa samband við sverrir@wendel.is eða jona@1000.is .
Almenningsíþróttadeild Fram
Blakhópur FRAM í Grafarholti og Úlfarsárdal