Íþróttaskóla Fram frestað um óákveðinn tíma

Ágætu foreldrar/forráðamenn Núna er ljóst að Íþróttaskóli FRAM f. börn 18 mánaða og eldri getur ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi, laugardaginn 26.  sept.   Kominn eru tilmæli frá Almannavörnum „að banna/takmarka alla utanaðkomandi umferð fólks sem ekki tengist skólastarfi inn í skólahúsin“.  Þetta á líka við íþróttahúsin þannig að við fáum ekki leyfi til […]

Hefnd þrælanna

Í Heiðarvígasögu er fjallað um réttleysi farandverkafólks á Íslandi á söguöld. Þar segir frá sænsku berserkjunum Leikni og Halla sem fengnir eru til að ryðja veg um Berserkjahraun í grennd við Bjarnarhöfn. Að verki loknu býður verkkaupinn, Víga-Styr þeim félögunum að hvílast í gufubaði, en drepur þá þvínæst með köldu blóði. Um margar aldir litu […]

FRAM Open 2020, verður haldið í Öndverðarnesi, föstudaginn 7.ágúst. Skráning er hafinn.

FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum FRÖMurum og velunnurum félagsins. Stemmningin sem skapast hefur á FRAM Open gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap en mótið tókst frábærlega í fyrra. FRAM Open 2020 fer fram á golfvellinum […]

GG-verk og Fram í samstarf

GG-verk og Knattspyrnufélagið Fram undirrituðu 20. júní sl. samstarfssamning til næstu tveggja ára eða út árið 2021 hið minnsta. Með samningi þessum verður GG-verk einn af aðal styrktaraðilum Knattspyrnufélagsins Fram og vill GG verk styðja félagið í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu.  Stuðningur þessi er hluti af markmiði GG verk í því að vera samfélagslega ábyrgt […]

Domino’s styður við Fram!

Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Fram 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann FRAM þegar pantað er á vef/appi 🍕 Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Fram 👈 svo við hvetjum okkar fólk til að panta! […]

Heimaleikjakortin tilbúin, vantar þig kort ?

Kæru Framarar. Við viljum minna á fyrsta heimaleik okkar í Lengjudeildinni þetta tímabilið – leikið verður á heimavelli okkar Framara í Safamýrinni laugardaginn 20. júní og að þessu sinni bjóðum við Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði velkomna. Leikurinn hefst kl. 13:00 en við hvetjum Framarara til að mæta tímanlega og gæða sér á hinum gómsætu Framborgurum sem […]

Alfreð Þorsteinsson, kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram

Alfreð Þorsteinsson F: 15. febrúar 1944. D: 28. maí 2020. * Útför Alfreðs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 16. júní 2020, kl. 15. ​​​​​Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram Við fráfall Alfreðs Þorsteinssonar, heiðursfélaga Knattspyrnufélagsins Fram, sjá Framarar á eftir afar öflugum og litríkum félagsmanni sem setti  sterkan svip á félagslíf Fram. Alfreð, sem var […]

Styrktu Fram með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland

Nú geta Framarar tryggt sér áskrift að Stöð 2 Sport Ísland fyrir aðeins 3.990 kr. á mánuði og styrkt Fram í leiðinni. Með því að gerast áskrifandi að Stöð 2 Sport Ísland til 1. desember styrkir þú Fram um 6.470 kr. og færð um leið aðgang að allri umfjöllun Stöðvar 2 Sport um íslenskan fótbolta […]

Alfreð Þorsteinsson heiðursfélagi Fram er látinn

Alfreð Þorsteinsson, heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram, lést aðfaranótt fimmtudagsins 28. maí 2020, 76 ára að aldri. Alfreð, sem fæddist 15. febrúar 1944, var fæddur og uppalinn Framari. Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum Fram og hóf síðan ungur að þjálfa yngri flokka félagsins með Guðmundi Jónssyni, „Mumma“ og áttu þeir mikinn þátt í öflugri uppbyggingu Fram […]

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00

AÐALFUNDUR KNATTSPYRNUFÉLAGSINS FRAM VERÐUR HALDINN  Í ÍÞRÓTTAHÚSI FRAM FIMMTUDAGINN 28. maí 2020   KL. 17:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Vakinn er athygli á því að þeir sem ætla að bjóða sig fram í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM þurfa að tilkynna framboð sitt viku fyrir aðalfund samkvæmt 12. grein laga Knattspyrnufélagsins  FRAM. Framboð skulu berast á skrifstofu […]