Fit í Fram
Þjálfun fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri er fyrir þá sem vilja bæta heilsuna sína. Tímarnir fara fram í íþróttamiðstöð Fram í lokuðum æfingasal.
Einnig verður farið út þegar vel viðrar á vorin og haustin. Áhersla verður lögð á að þjálfa upp þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi, samhæfingu og beinheilsu.
Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem hver og einn fer á sínum hraða og byggir upp þessa þjálfunarþætti með aðstoð þjálfara.
Hvetjum alla til að mæta og um leið bæta líkamlega og andlega heilsu í góðum félagsskap.
Þjálfari: Árný Andrésdóttir íþróttafræðingur, hefur starfað sem einkaþjálfari og hóptímakennari frá árinu 2011. Hefur haldið utan um fjölbreytt námskeið fyrir bæði fullorðna og börn ásamt því að starfa sem íþróttakennari í leik- og grunnskóla.
Tímarnir eru á mánudaga og miðvikudaga kl. 09:00-10:00
Staðsetning: Íþróttamiðstöð Fram (æfingasalur á fyrstu hæð)
Fyrsti tíminn er 2. sept. 2024
Við hvetjum alla til að mæta. Gjaldið er kr. 12.500.- Vorönn.
Skráning er á staðnum, í gegnum Sportabler á heimasíðu Fram https://www.sportabler.com/shop/fram/almennings eða á arnyandres@gmail.com