Fótbolta Fitness

Almenningsíþróttadeild


Fram er fyrst til að bjóða upp á Fótbolta Fitness í Reykjavík.

Æfingarnar eru fyrir
allar stelpur 25 ára og eldri sem hafa gaman af því að spila fótbolta.

Frábær nýjung þar sem
blandað verður saman fjölbreyttum styrktar-, þol og fótboltaæfingum.

 

Staðsetning:
Íþróttahús FRAM

Tímasetning: Mánudögum kl. 21.00

Dagsetning: 9.maí –
1.júní (4 vikur)

Kynningarverð: 5.000
kr. frír prufutími.

 

Þjálfari: Árný Andrésdóttir
íþróttafræðingur, hefur starfað sem einkaþjálfari og hóptímakennari frá árinu
2011. Hefur haldið utan um fjölbreytt námskeið fyrir bæði fullorðna og börn.
Æfði fótbolta og frjálsar á yngri árum. Hefur einnig starfað sem íþróttakennari
í leik- og grunnskóla.

 

Skráning er á Sportabler eða með því að smella hér.