FRAMHERJAR

Framherjar eru stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Fram.

Félagsmenn greiða mánaðarlega fjárhæð (eða eingreiðslu) sem rennur til rekstrar afreksstarfs félagsins.  Þessi stuðningur skiptir sköpum í rekstrinum og gerir allt starfið stöðugra.

Með því að gerast aðilar í FRAMherjum styðja klúbbfélagar við félagið sitt og fá í staðinn árskort á alla heimaleiki knattspyrnuliðs Fram í Íslandsmóti ásamt því að FRAMherjum er boðið upp á kaffi í hálfleik og skemmtilegt spjall við vini og félaga.

Félagsaðild

        BRONSKORT kr. 2.000.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 24.000.-

        SILFURKORT kr. 3.500.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti. 
Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 42.000.-

        GULLKORT kr. 5.000.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 60.000.-

        DEMANTAKORT kr. 12.500.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 2 og fundur með þjálfara fyrir leik ásamt léttum veitingum og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 150.000.-

        UNGMENNAKORT fyrir ungmenni 17-24 ára kr. 15.000.-
Heimaleikjakort fyrir 1.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.

 

        FJÖLSKYLDUKORT kr. 40.000.-
Heimaleikjakort fyrir 2 fullorðna og 2 börn.
Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.

        HEIMALEIKJAKORT MFL. KVENNA kr. 3.500.- pr. mánuð
Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
Gildir á alla heimaleiki meistaraflokks kvenna í Íslandsmóti.


Hvert tímabil er frá apríl til mars ári síðar og endurnýjast aðildin í eitt ár í senn nema henni sé sagt upp fyrir lok hvers tímabils.

        Hægt er að skrá sig með því að smella hér: https://www.sportabler.com/shop/fram/framherjar

 

        Einnig er hægt að senda tölvupóst á dadi@fram.is


Stuðningur ykkar er okkur afar mikilvægur.