Nú er kominn endanleg mynd á nýtt framtíðar íþróttasvæði FRAM í Úlfarsárdal.
Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal verður án efa eitt glæsilegasta íþróttamannvirki sem byggt hefur verið í Reykjavík og mun án efa halda vel utan um starfsemi FRAM næstu áratugina hið minnsta.
Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal samanstendur af:
- Fjölnota íþróttamannvirki FRAM felur í sér, fjölnota íþróttahús þar sem hægt er að koma fyrir tveimur handknattleiksvöllum í fullri stærð, þversum, með áfastri áhorfendaaðstöðu fyrir aðalleikvang auk áhorfendaaðstöðu fyrir leiki þvert á húsið.
Í húsinu verða tólf búningsklefar, þrír minni íþróttasalir svo sem fyrir taekwondoo, almenningsdeild og styrktarþjálfun félagsins.
Félags- og þjónustuaðstaða er fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn ásamt samkomusal, fundaraðstöðu, verslun, þjónustu, áhaldageymslur, geymslur osfv.
Gert ráð fyrir að fjölnota mannvirki FRAM verði fullbúið maí 2022. - Aðalleikvangur FRAM, fullnægir öllum kröfum leyfiskerfis KSÍ um mannvirki til keppni í efstu deild í knattspyrnu með áhorfendastúku undir sama þaki og fjölnota íþróttamannvirki, með hinni langhlið vallarsins er gert ráð fyrir áhorfendasvæði í framtíðinni. Gert er ráð fyrir því að völlurinn verði tilbúinn maí 2022.
- Grassvæði fyrir sunnan aðalleikvang. Er samtals um 12.000 fm. – rúmar tvo knattspyrnuvelli í fullri stærð. Um er að ræða grassvæði sem verður afgirt og með sjálfvirku vökvunarkerfi. Gert ráð fyrir að verði klárt vor 2022, en smá óvissa með sig á svæðinu sem á eftir fá niðurstöðu í.
- Gervigrasvöllur FRAM í Úlfarsárdal, vestan við aðalvöll, tekin í notkun haust 2011.
- Bílastæði, lóðafrágangur, trjágróður, gönguleiðir, hjólaleiðir, undirgöng, svæðið afgirt ofl. Allur frágangur kláraður mái 2022 og þá verður allt svæðið fullfrágengið.
- Dæluhús f. alla knattspyrnuvelli á svæðinu, tekið í notkun haust 2019.
- Knatthús og vélageymsla verða staðsett við austurenda fjölnotahúss og mun vélageymsla tengja saman fjölnotahús og knatthús. Stærð knatthúss verður 75-60 m. (hálfur fótboltavöllur) en stærð vallar er um 68 x 52.5 m. Áætlað er að knatthús verði tilbúið sumar 2023.
- Framtíðarsvæði FRAM er staðsett suð austur af aðalsvæði FRAM, austan við Úlfarsá, samtals 29.600 fm. Þetta svæði mun félagið geta nýtt í framtíðinni fyrir hugsanlega stækkun valla og/eða undir önnu mannvirki sem félagið kann að hafa þörf fyrir í náinni framtíð. Engar umsamdar framkvæmdir á þessi svæði á næstu árum.Knattspyrnufélagið FRAM