fbpx

Íþróttaskóli Fram 2-5 ára

Byrjar laugardaginn 11. janúar í íþróttasal Ingunnarskóla.

Íþróttaskóli Fram er ætlaður börnum á aldrinum 2-5 ára. Lögð er áhersla á fjölbreyttar æfingar í formi leikja, stöðva og áhalda sem er í samræmi við færni þeirra og getu. Börnin efla þol, vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu um leið eflist sjálfstraust og félagsfærni í skemmtilegri samveru með foreldrum/forsjáraðilum og öðrum börnum.

Börn fædd 2021 – 2022 eru frá kl. 10:00 – 10:50

Börn fædd 2019 – 2020 eru frá kl. 11:00 – 11:50.

Við mælum með að börnin séu berfætt eða í sokkum með gúmmí undir svo þau nái sem bestu gripi á gólfinu og renni ekki. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að taka þátt í tímunum og vera börnunum til aðstoðar.

Verð fyrir námskeiðið er 18.900-, 12 skipti. Greitt er í gegnum Sportabler.

Nánari upplýsingar eru á skrifstofu félagsins, toti@fram.is eða dadi@fram.is eða í síma 5335600

Leiðbeindur eru íþróttafræðingar með mikla reynslu af þjálfun barna.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!