Jafnréttisstefna

   

Jafnréttisáætlun Fram

 

Jafnréttisáætlun Knattspyrnufélagsins Fram byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisáætlunin er jafnframt byggð á vinnu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Jafnréttisstofu um gerð jafnréttisáætlana fyrir íþróttafélög og leiðbeiningar þess efnis.

 

IÐKENDUR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Öll kyn, í sömu íþróttagrein og á sama aldri, fái jafn marga og sambærilega æfingatíma.

Kynin hafi sambærilega aðstöðu/aðbúnað.

Úttekt á æfingatíma kynja í sömu íþróttagrein og á sama aldri.

Úttekt á aðbúnaði og aðstöðu kynja í sömu grein og á sama aldri.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

Samræmi í fjárveitingum til íþróttagreina eftir kynjum.

Kynjunum er ekki mismunað í fréttum eða í öðru efni sem félagið sendir frá sér.

Úttekt á því hvernig fjármagni er skipt milli íþróttagreina eftir kynjum.

Úttekt á fréttum og öðru efni sem félagið sendir frá sér m.t.t. kyns.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

Verlaun allra kynja innan allra flokka og greina eru sambærileg.

Samstarfsaðilar þekki stefnu félagsins í jafnréttismálum.

Úttekt á verðlaunum eftir kyni

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Jafnréttisstefna félagsins kynnt fyrir samstarfsaðilum.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

 

Árlega

Vinna gegn staðalmyndum kynjanna.

Úttekt á fjölda iðkenda innan hverrar íþróttagreinar eftir kyni.

Gæta þess að öll kyn eigi jafna möguleika til iðkunar íþróttagreinar/-greina.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

Koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni innan félagsins.

Fræðsla fyrir þjálfara.

Vinna forvarnar- og viðbragðsáætlun.

Forvarnar og viðbragðsáætlunin kynnt fyrir starfsfólki.

Stjórn félagsins.

Árlega

ÞJÁLFARAR

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Þjálfarar eru vel menntaðir og vel að sér um jafnrétti kynjanna.

Þjálfarar njóta sömu launa og kjara fyrir sömu eða sambærileg störf og hafa sömu tækifæri til að afla sér þekkingar.

Fræðsla um jafnrétti kynjanna fyrir þjálfara, stjórn og starfsfólk félagsins.

Úttekt á menntun, launum og launakjörum þjálfara m.t.t. kyns.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn eða framkvæmdastjóri.

Árlega

 

 

 

NEFNDIR OG RÁÐ

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Hlutfall kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum félagsins er sem jafnast og endurspeglar hlutfall iðkenda í viðkomandi íþróttagrein

Jafnrétti sé haft i huga varðandi það hverjir koma fram fyrir hönd félagsins.

Úttekt á nefndum, ráðum og stjórnum félagsins m.t.t. kyns.

Úttekt á hverjir koma fram fyrir hönd félagsins m.t.t. kyns.

Leiðrétta kynbundinn mun ef er.

Stjórn félagsins.

Stjórn félagsins.

Árlega

EFTIRFYLGNI/ENDURSKOÐUN

Jafnréttisáætlunin á að vera virk í öllu starfi félagsins, hún á að vera lifandi plagg sem tekur breytingum þegar þurfa þykir. Árlega fer stjórn félagsins yfir jafnréttisáætlunina og metur árangur verkefna. Hvað gerum við vel? Hvað getum við gert betur?

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Jafnréttisáætlunin sé virk í öllu starfi félagsins.

Jafnréttisáætlunin er í sífelldri þróun.

Jafnréttisáætlunin er endurskoðuð á fjögurra ára fresti

Áætlunin og árangur verkefna kynnt innan félagsins og birt á heimasíðu.

Fara yfir jafnréttisáætlunina og uppfæra m.t.t. árangurs og reynslu.

Tillaga að nýrri jafnréttisáætlun lögð fram byggð á fyrri reynslu.

Ný jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára samþykkt og tekur gildi.

Stjórn

Árlega

Fjórða hvert ár

Samþykkt í Aðalstjórn Fram 07.11.2023

______________________________________________________________________________

                                                                          Jafnréttisstefna Knattspyrnufélagsins FRAM

Knattspyrnufélagið FRAM stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana, litarháttar eða annarrar stöðu. Við viljum að í FRAM ríki raunveruleg jafnrétti, þar sem allir einstaklingar óháð kyni, litarhafti eða búsetu njóti sín og blómstri. Íþróttafélagið leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Niðurlægjandi framkoma svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni, illt umtal og ósæmilegar vígsluathafnir er ekki liðin innan félagsins.

Jafnréttisstefnan nær til iðkenda, þjálfara, stjórna og starfsfólks. Stefnan gildir í allri starfsemi félagsins. Stefnan er endurskoðuð og lagfærð ef þurfa þykir í kjölfar skila á greinargerð um framkvæmd hennar. Íþróttir skipa stóran sess í uppvexti margra barna. Íþróttir stuðla að sterkri sjálfsmynd einstaklingsins, heilbrigðum lífsstíl og almennri vellíðan. Í íþróttum setja iðkendur sér markmið og fylgja þeim eftir með góðri skipulagningu og leiðsögn. Með íþróttaþjálfun byggjum við upp öfluga einstaklinga sem fara afstað út í lífið með gott veganesti sem stuðlar að hreysti og heilbrigði.

Knattspyrnufélagið FRAM leggur áherslu á eftirfarandi atriði í jafnréttisáætlun sinni:

 • Knattspyrnufélagið FRAM úthlutar jafn mörgum tímum  til æfinga til beggja kynja sem stunda æfingar innan sömu greinar og eru á sama aldri. Þess er gætt að bæði kyn njóti þess að vera á „jafngóðum“ tíma dagsins.Passa þarf að bæði kynin njóta sömu eða sambærilegrar aðstöðu og aðbúnaðar við æfingar.
 • Samræmi sé í fjárveitingum innan FRAM til íþróttagreina eftir kynjum. Málefnaleg rök skulu vera fyrir frávikum og skulu þau heyra til undantekninga.  
 • Verðlaun til beggja kynja og innan allra greina eru sambærileg. Fram upplýsir kostunaraðila og aðra samstarfsaðila um  þá stefnu FRAM að jafnræðis skuli gætt milli kynja og greina í verðlaunum.
 • Kynin njóti sömu launa og/eða hlunninda fyrir sömu eða sambærileg störf hjá FRAM.
 • Við úthlutun úr afrekssjóðum eru upphæðir/úthlutun eftir kynjum og aldri sem jöfnust hjá félaginu.
 • Allir iðkendur, óháð kyni, eiga rétt á góðum þjálfara sem  hæfir getu þeirra og aldri. Nauðsynlegt er að þjálfarar beggja kynja séu vel menntaðir og hafi möguleika á að fá hæfa aðstoðarþjálfara sé þess þörf.   
 • Þjálfarar FRAM njóta sömu launa, óháð kyni, fyrir sömu eða sambærileg störf.
 • Þjálfarar FRAM hafa sömu tækifæri, óháð kyni, til að afla sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi.

Knattspyrnufélagið FRAM leggur metnað í eftirfarandi atriði í jafnréttisáætlun sinni:

 • Þess er gætt að umfjöllun um bæði kynin og íþróttagreinar sé sem jöfnust á vefsíðum félagsins og í öllu efni sem félagið lætur frá sér fara t.d. útgáfu og fréttatilkynningum. Á þetta bæði við um texta og myndefni.
 • Fyrirmyndir eru kynntar á ígrundaðan hátt og þess gætt að þær séu af báðum kynjum og endurspegli þær áherslur sem eru hjá félaginu.
 • FRAM vinnur markvisst gegn staðalímyndum með því að leitast við að jafna kynjahlutföll meðal iðkenda hverrar íþróttagreinar fyrir sig. Á þetta við jafnt   í starfi sem og allri umfjöllun um starfið.
 •    Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum FRAM er þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og hlutfall annars kynsins ekki minna en 40%   þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða.
 •       Þess er gætt á opinberum samkomum, í fjölmiðlum og annars staðar að bæði konur og karlar komi fram fyrir hönd FRAM.
 •       Þess sé gætt að kynjahlutfall starfsfólks á skrifstofu og í íþróttamannvirkjum FRAM sé sem jafnast.
 •       Þess sé gætt að starfsfólk félagsins njóti sömu launa, óháð kyni, fyrir sömu eða sambærileg störf.
 •       Að starfsfólk FRAM hafi sömu tækifæri, óháð kyni, til að alfa sér þekkingar, símenntunar og stunda nám sem nýtist í starfi.
 •       Að mismuna ekki kynjum í fjáröflunum á vegum félagsins/deilda í heild sinni.

   

LiðurMælingTímasetningMæling/úttektÁbyrgð
TímarÚttekt á tímatöflumÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
AðstaðaÚttekt á aðstöðuÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
FjármagnÚttekt á fjárveitingumÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
UmfjöllunÚttekt á efniÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
FyrirmyndirÚttekt á áherslumÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
StaðalímyndirStöðumatÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
VerðlaunÚttekt ÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
Laun og hlunnindiÚttekt úr bókhaldi ÁrlegaLaunafulltúriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
AfreksstjóðirÁrlegaÁrlegaBókariAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
Fræðsla og endurmenntunÁrlegaÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
Stjórnir, ráð og nefndirÚttekt á hlutfalli kynjaÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
Andlit/málsvariÚttekt á áherslumÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri
KynjahlutfallÚttekt á hlutfalli kynjaÁrlegaÍþróttastjóriAðalstjórn/Framkvæmdarstjóri


Samþykkt á fundi aðalstjórnar FRAM 07. nóvember 2023