Minni veislusalur
Upplýsingar
Mikilvægt að allir lesi upplýsingar um viðeigandi sal, verðskrá og kanni hvort hann sé laus á þeim tíma sem óskað er eftir salnum í töflunni hér neðst á síðunni.
Minni veislusalurinn rúmar sirka 100 manns. Betri fyrir standandi veislur.
ATH: Við tökum ekki við bókunum fyrir minni salinn fyrr en í okt/nóv.
Búnaður
*Útleigu fylgir allur venjulegur borðbúnaður nema dúkar. Dúkarnir eru til leigu (sjá verðskrá)
*Hljóðkerfi (Talað mál og dinner tónlist), þráðlausir hljóðnemar og 2 stór sjónvörp
*Innifalið í leigu eru þrif og frágangur.
*Leigutaki greiðir starfsmanni/starfsmönnum frá félaginu sérstaklega. Ávallt skal vera starfsmaður á svæðinu meðan leigutaki er í salnum. Í flestum tilvikum þurfa þeir að vera tveir. ATH á rauðu dögum er tímakaup starfsfólks hærra á tímann.
*Sé óskað eftir öryggisgæslu (ekki nauðsyn) sjá verðskrá.
*Við erum ekki hrifin af konfetti sprengjum – auka gjald rukkað fyrir þrif á konfetti – sjá verðskrá
*Aðgangur að vel útbúnu eldhúsi fylgir
Verið velkomin(n) upp í félagsheimili Fram milli 09.00 – 15.00 á daginn til að skoða sali félagsins.
Staðfestingargjald er kr. 30.000 og salurinn skal fullgreiddur viku fyrir leigu. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Reikningurinn er sendur í heimabanka frá Knattspyrnufélaginu Fram.
Upplýsingar gefa starfsmenn félagsins – Þorgrímur, Kristinn, Þór og Daði í síma 533-5600 eða í gegnum toggi@fram.is
ATH. Bóka þarf sali félagsins með tölvupósti á netfangið toggi@fram.is þar sem fram þarf að koma:
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Dagsetning:
Áætlaður tími:
Áætlaður fjöldi:
Leigja dúka?:
Verðskrá
Veislusalir Fram | |||
Minni salur 100 manns | Stærri salur 180 manns | Íþróttasalur 880 manns | |
Dagleiga | 70.000 kr. | 100.000 kr. | Tilboð |
Föstudagur til sunnudags | 100.000 kr. | 140.000 kr. | Tilboð |
Rauðir dagar | 100.000 kr. | 140.000 kr. | Tilboð |
Ferming – 4 tímar | 70.000 kr. | 100000 kr. | Á ekki við |
Frídagur daginn eftir | 100.000 kr. | 140.000 kr. | Á ekki við |
Brúðkaupspakki | 105.000 kr. | 185.000 kr. | á ekki við |
Viðbótargjöld | |||
Ef óskað er eftir salnum kvöldið áður | 50.000 kr. | 55.000 kr. | Tilboð |
Ef konfettiþrif | 75.000 | 75.000 | 175.000 |
Dúkar | 2.500 stk | 2.500 stk | 2.500 stk |
Ef öryggisgæsla | 9.000 klst x fjöldi | 9.000 klst x fjöldi | 9.000 klst x fjöldi |
Umsjón og eftirlit starfsmanna fer eftir fjölda | 5.000 x fjöldi starfsmanna | 5.000 x fjöldi starfsmanna | 5.000 x fjöldi starfsmanna |
Myndir af salnum
Er salurinn laus?
Hér í töflunni fyrir neðan getur þú séð hvort dagsetning sem þú leitar af sé laus.
Ef dagsetning/reitur er auður: Er líklegt að sú dagsetning sé laus.
Ef dagsetning/reitur er með lituðum kassa: Dagsetning er ekki laus í einum af eftirtöldum sölum.
Blár – Stærri veislusalur félagsins
Rauður – Minni veislusalur félagsins
Grænn – Íþróttasalur félagsins