Minni veislusalur

Upplýsingar

Mikilvægt að allir lesi upplýsingar um viðeigandi sal, verðskrá og kanni hvort hann sé laus á þeim tíma sem óskað er eftir salnum í töflunni hér neðst á síðunni. 

Minni veislusalurinn rúmar sirka 100 manns. Betri fyrir standandi veislur.

Búnaður
*Útleigu fylgir allur venjulegur borðbúnaður nema dúkar. Dúkarnir eru til leigu (sjá verðskrá)
*Hljóðkerfi (Talað mál og dinner tónlist), þráðlausir hljóðnemar og 2 stór sjónvörp
*Innifalið í leigu eru þrif og frágangur.
*Leigutaki greiðir starfsmanni/starfsmönnum frá félaginu sérstaklega. Ávallt skal vera starfsmaður á svæðinu meðan leigutaki er í salnum. Í flestum tilvikum þurfa þeir að vera tveir. ATH á rauðu dögum er tímakaup starfsfólks hærra á tímann.
*Sé óskað eftir öryggisgæslu (ekki nauðsyn) sjá verðskrá.
*Við erum ekki hrifin af konfetti sprengjum – auka gjald rukkað fyrir þrif á konfetti – sjá verðskrá
*Aðgangur að vel útbúnu eldhúsi fylgir

Verið velkomin(n) upp í félagsheimili Fram milli 09.00 – 15.00 á daginn til að skoða sali félagsins.

Staðfestingargjald er kr. 30.000 og salurinn skal fullgreiddur viku fyrir leigu. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Reikningurinn er sendur í heimabanka frá Knattspyrnufélaginu Fram.

Upplýsingar gefa Daði – Kristinn eða Þór í síma 533-5600 eða í gegnum dadi@fram.is kristinn@fram.is eða toti@fram.is 

Verðskrá

Veislusalir Fram
 Minni salur 100 mannsStærri salur 180 mannsÍþróttasalur 880 manns
Dagleiga70.000 kr.100.000 kr.Tilboð
Föstudagur til sunnudags100.000 kr.140.000 kr.Tilboð
Rauðir dagar100.000 kr.140.000 kr.Tilboð
Ferming – 4 tímar70.000 kr. 100000 kr.Á ekki við
Frídagur daginn eftir100.000 kr.140.000 kr.Á ekki við
Brúðkaupspakki105.000 kr.185.000 kr.á ekki við
    
    
Viðbótargjöld   
Ef óskað er eftir salnum kvöldið áður50.000 kr.55.000 kr.Tilboð
Ef konfettiþrif75.00075.000175.000
Dúkar2.500 stk2.500 stk2.500 stk
Ef öryggisgæsla9.000 klst x fjöldi9.000 klst x fjöldi9.000 klst x fjöldi
Umsjón og eftirlit starfsmanna fer eftir fjölda7.000 x fjöldi starfsmanna7.000 x fjöldi starfsmanna7.000 x fjöldi starfsmanna

Myndir af salnum

Er salurinn laus?

Hér í töflunni fyrir neðan getur þú séð hvort dagsetning sem þú leitar af sé laus. 

Ef dagsetning/reitur er auður:
Er líklegt að sú dagsetning sé laus.

Ef dagsetning/reitur er með lituðum kassa: Dagsetning er ekki laus í einum af eftirtöldum sölum.

Blár – Stærri veislusalur félagsins
Rauður – Minni veislusalur félagsins
Grænn – Íþróttasalur félagsins