Reglur fjáröflunarnefnda barna- og unglingaráða
Reglur fjáröflunarnefnda barna- og unglingaráða knattspyrnufélagsins FRAM
1. Stofnaður er fjáröflunarsjóður merktur viðkomandi iðkenda í barna- og unglingadeild knattspyrnufélagsins FRAM. Sjóðurinn er í yfirumsjón fjáröflunarnefndar, en stjórn barna- og unglingaráðs áskilur sér rétt til að ganga í sjóð iðkandans ef viðkomandi er í vanskilum við félagið, en það skal þó gert eftir samtal við foreldra/forráðamenn.
Ágreiningsmál sem upp kunna að koma eru afgreidd af stjórn barna- og unglingaráðs.
2. Sjóð þennan getur iðkandi notað til greiðslu á þátttöku á mótum á vegum félagsins.
Hann má einnig nýta til þess að greiða æfingagjöld, til kaupa á Framfatnaði á skrifstofum félagsins eða annars sem tengist félaginu á einhvern hátt í samráði við skrifstofu FRAM.
3. Afrakstri af hverju fjáröflunarverkefni er skipt niður á þá iðkendur sem taka þátt og er hluti iðkandans færður inn á sjóð hans/hennar.
4. Ef um einstaklingsfjáraflanir er að ræða fær viðkomandi iðkandi allan afrakstur lagðan inn á sinn sjóð.
5. Fjáraflanir geta verið að hluta eða heild í þágu barna- og unglingadeilda og skal það
tekið fram hvernig málum er háttað áður en fjáröflun fer fram.
6. Fé er aldrei greitt úr fjáröflunarsjóði.
7. Ef iðkandi hættir að æfa hjá félaginu missir hann allan rétt til að nýta sjóðinn. Sé iðkandi í vanskilum við félagið áskilur félagið sér rétt til að nýta inneign til uppgjörs.
Heimilt er að flytja sjóð milli systkina.
Knattspyrnufélagið FRAM