Taekwondo - Stefna og reglur
Stefna og reglur
Stefna Taekwondodeildar Fram
- Að bjóða alla iðkendur velkomna óháð getustigi, aldri, kyni eða líkamsformi og búa þeim góða aðstöðu til að ná sem bestum árangri.
- Að skapa vettvang fyrir iðkendur með ólík markmið með þeim hætti að deildin henti hverjum þeim sem vill stunda íþróttina, hvort sem það er eingöngu til gamans eða til afreka með landsliðum í íþróttinni.
- Að við deildina starfi þjálfarar með menntun, reynslu, metnað og hæfni til að sinna þjálfun iðkenda á öllum getustigum og geri það af metnaði, aga og virðingu.
- Að veita þjálfurum deildarinnar stuðning og stuðla að jákvæðu og góðu starfsumhverfi þeirra svo þeim líði sem best.
- Að stuðla að faglegu starfi sem byggist á jákvæðni, gagnkvæmri kurteisi, og virðingu gagnvart iðkendum, aðstandendum, þjálfurum, stjórnarmönnum og hverjum þeim er kunna að koma að starfi deildarinnar.
Eitt megin markmið deildarinna er að byggja upp deild sem stendur fyrir gæðum, metnaði, virðingu og ábyrgð í hvívetna.
Reglur Taekwondodeildar Fram
Taekwondodeild Fram hefur siðareglur félagsins að leiðarljósi, auk þess sem deildin fylgir eigin reglum sem sniðnar eru að starfsemi deildarinnar.
Reglur þessar gilda fyrir alla þá er koma að starfsemi deildarinnar og á hverjum þeim vettvangi sem komið er fram fyrir hönd félagsins.
Æfingagjöld
Iðkendur sem vilja taka nokkra prufutíma á æfingum hjá okkur fá til þess 2 vikur áður en skrá þarf nemanda og greiða æfingagjöld. Æfingagjöld skulu greidd í siðasta lagi mánuði eftir að æfingar annarinnar hefjast. Um annað þarf að semja séstaklega við stjórn félagsins.
Greiðsla æfingagjalda er forsenda þess að iðkandi geti tekið beltapróf, fengið styrki frá deildinni og keppt á mótum fyrir hönd félagsins.
Þátttaka á keppnismótum
Til að taka þátt í mótum á vegum félagsins þurfa iðkendur að vera til fyrirmyndar á æfingum deildarinnar, vera með góða mætingu vikurnar fyrir mót og vera skuldlausir við félagið. Greiða þarf fyrir þátttöku á mótum fyrirfram eftir fyrirmælum hverju sinni.
Iðkendur, aðstandendur og þjálfarar verða ávallt að hafa í huga að á öllum mótum eru þeir að koma fram fyrir hönd FRAM og gilda því allar reglur félagsins einnig þar.
Beltapróf
Beltapróf deildarinnar eru haldin í lok hverrar annar. Þjálfarar bjóða iðkanda að fara í beltapróf þegar þjálfurum þykir iðkandi vera tilbúinn til þess að taka prófið.Til þess að eiga möguleika á boði í beltapróf þarf iðkandi að fylgja reglum félagsins um hegðun og snyrtimennsku og hafa a.m.k 70% mætingu á önninni. Til að þeyta beltapróf þurfa iðkendur að vera skuldlausir við félagið.
Mæting
Mæting er lykilþáttur í iðkun íþrótta, bæði til að ná árangri og einnig til að mynda tengsl við æfingafélaga, þjálfara og allt taekwondo samfélagið. Til að eiga möguleika á að keppa fyrir hönd félagsins þarf iðkandi að hafa góða mætingu a.m.k vikurnar fyrir mót og 70% mætingu til að öðlast möguleika á beltaprófi á önninni.
Deildin býður þó upp á æfingar fyrir alla á þeirra eigin forsendum og ef iðkendur hyggjast ekki keppa fyrir hönd félagsins eða taka beltapróf, lúta þeir ekki sérstakri mætingaskyldu.
Ef iðkendur veikjast eða geta af einhverjum ástæðum ekki komið á æfingar skal það tilkynnt til þjálfara eins fljótt og unnt er. Iðkenda síðan á Facebook er kjörinn vettvangur til slíkra skilaboða ( Foreldrar Taekwondodeild Fram) en einnig má hafa samband beint við þjálfara sé erindið persónulegt.
Einelti og ofbeldi
Aðilar að taekwondodeild Fram taka ekki þátt í einelti, ofbeldi eða meiðyrðum af neinu tagi. Þetta á við um iðkendur, aðstandendur, þjálfara, stjórnarmenn og aðra er kunna að koma að störfum á vegum deildarinnar. Öll slík mál ber að tilkynna til stjórnar deildarinnar og til aðalstjórnar félagsins sé deildin ekki fær um afgreiðslu þeirra. Ef einhver verður uppvís um slíka hegðun áskilur deildin sér rétt að meina viðkomandi og fjölskyldu hans aðkomu að öllu starfi er viðkemur deildinni. Annars fylgir deildin þeim reglum sem Knattspyrnufélagið FRAM setur hverju sinni.
Styrkir
Iðkendur sem ávallt sýna gott fordæmi, eru skuldlausir við félagið, hafa a.m.k 80% mætingu og eru virkir þátttakendur á mótum hérlendis geta sótt um styrki til deildarinnar fyrir þátttöku á mótum erlendis, námskeiðum, æfingabúðum eða öðrum viðburðum. Stjórn deildarinnar mun taka hverja umsókn um styrk til íhugunar.
Reglur í Dojang
Iðkendur skulu:
- Hneigja sig er þeir koma inn í salinn
- Setjast á áhorfenda pallana þar til þeirra æfing byrjar og gæta þess að trufla ekki æfingar sem eru í gangi.
- Nota viðeigandi heiti þjálfara (sonsengním/kjósaním/sabomním)
- Rétta upp hönd hafi þeir spurningu
- Sýna þjálfurum og öðrum iðkendum kurteisi og virðingu
- Fá leyfi til að fara fram
- Vera snyrtilegir til fara:
- Hreinn galli og belti rétt bundið
- Klipptar neglur bæði á höndum og fótum
- Sítt hár í teygju
- Engir skartgripir eru leyfðir á æfingu
- Bannað er að vera með tyggjó
- Hneygja sig er þeir yfirgefa salinn
- Hlaup og ærslagangur er óheimil í salnum nema undir sérstökum tilefnum með leyfi frá kennara.
- Einungis iðkendur og þjálfarar eiga að vera í salnum á æfingatíma. Foreldrum leyfist að horfa á séu börn þeirra á æfingu. Fyrir aðra, t.d vini, þarf að fá leyfi frá þjálfara.
Taekwondo eiðurinn
Ég lofa að halda hinn sanna anda taekwondo.
Að nota aldrei þá tækni sem mér hefur verið kennd gegn neinum
nema til sjálfsvarnar, til varnar fjölskyldunni, til lífsbjörgunar
eða þegar mér ber að sinna lögum og reglum þjóðfélagsins.