fbpx

Tryggingamál

Tryggingamál iðkenda Fram

Meginreglan er að iðkendur Knattspyrnufélagsins FRAM eru ekki tryggðir á vegum félagsins þó þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess.  Iðkendur félagsins kunna að eiga rétt til bóta frá Sjúkratyggingum Íslands.

Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna.  Nauðsynleg eyðublöð fyrir tilkynningu er hægt að nálgast á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands undir Íþróttaslys. Aðstoð við útfyllingu og frágang skjala er hægt að fá á skrifstofu FRAM.

Rétt er að benda forráðamönnum á að kanna vel tryggingar sinna barna.

Iðkendur eldri er 16 ára

Sjúkratryggingar Íslands sjá um að slysatryggja íþróttafólk.
Tryggingin nær til íþróttafólks sem orðið er 16 ára, tekur þátt í íþróttaiðkunum og slasast við æfingar, sýningar eða keppni.
Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)

Eftirfarandi á við samningsbundna leikmenn meistaraflokka.

Knattspyrnufélagið FRAM greiðir sjúkrakostnað samningsbundinna leikmanna meistaraflokka skv eftirfarandi:

Skrifstofa FRAM annast öll samskipti við sjúkratryggingar Íslands og sækir í sjóðinn endurgreiðslur vegna sjúkrakostnaðar skv gildandi reglum sjóðsins á hverjum tíma. 

Eftirfandi fæst endurgreitt að hluta hjá Sjúkratryggingum gegn framvísun frumrits reiknings:

læknisviðtöl

myndataka

segulómun

aðgerðir

Sækja þarf um innan 12 mánaða eftir að slysið á sér stað. Það þarf að fylla út umsókn varðandi hvert slys.  Eyðublaðið er m.a. að finna á heimasíðu Sjúkratrygginga, https://www.sjukra.is/ undir liðnum Íþróttaslys.

Ef lækniskostnaður (læknisviðtöl, myndatökur, ómun, aðgerðir) er kominn yfir viðmið Sjúkratrygginga Íslands  á sama almanaksári þá stofnast inneign hjá Sjúkratryggingum Íslands vegna hluta kostnaðar yfir viðmiðunarmörkum.  Í þeim tilfellum þá þarf að fylgja málinu afrit af greiðsluyfirliti frá Sjúkratrygginum Íslands þar sem fram kemur upphæð inneignar/endurgreiðslu Sjúkratrygginga.

Hvað fæst EKKI endurgreitt hjá Sjúkratryggingum Íslands

kostnaður vegna sjúkrabíls eða flugfargjalda í tengslum við lænkisþjónustu

lyfjakostnaður

stoðtæki

tannslys

Nánar á vef Sjúkratrygginga Íslands hér: https://www.sjukra.is/slys/slysatryggingar/til-hvada-slysa-taka-tryggingarnar/ithrottaslys/

Í 10.–13. gr. laga nr. 45/2015 eru tilgreindir þeir þættir tjóns sem greiddir eru af slysatryggingum almannatrygginga. Sjá hér: http://www.althingi.is/lagas/147/2015045.html

Jafnframt vísast um þetta til reglugerðar nr. 245/2002 sem er aðgengileg hér: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/245-2002

Hvernig þarf að bera sig að

Fylla út eyðublaðið og fá kvittun og stimpil hjá Skrifstofu FRAM (innan 12mán.).

Senda eyðublaðið og öll nauðsynleg fylgigögn til skrifstofu FRAM  (ath. þessi gögn þurfa að vera frumrit).

FRAM  greiðir þann hluta sjúkrakostnaðar sem Sjúkratryggingar greiðir ekki, þó þannig að Fram greiðir ekki fyrir, stoðtæki eða tannslys.

ATH ofangreindar reglur gilda einungis um samningsbundna leikmenn meistaraflokka FRAM.  FRAM tekur ekki þátt í sjúkrakostnaði annarra iðkenda.

Einnig bæta Sjúkratryggingar Íslands tjón vegna tannlækninga (skv. gjaldskrá) ef ekki er réttur til endurgreiðslu annars staðar.

Það er mikilvægt að benda á það að samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu.

 

Knattspyrnufélagið FRAM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!