fbpx

Um blakdeild FRAM

Blakdeild FRAM var formlega stofnuð í maí 2022. Blak var áður stundað hjá FRAM á árunum 1978 til 1991, en var endurvakið af blak áhugafólki í Úlfarsárdal og Grafarholti árið 2016 og var þá undir Almenningsdeild FRAM en samþykkt var á aðalfundi stjórnar 2022 að blakdeildin yrði sjálfstæð deild.

Í fyrstu fóru æfingar fram í Ingunnar- og Sæmundarskóla en með opnun nýs íþróttahúss FRAM í Úlfarsárdalnum vorið 2022 færðust æfingar þar yfir og þar með aðstaðan öll betri. Skipulagðar blakæfingar eru tvisvar í viku og hefur hópurinn stækkað töluvert.

Allt frá fyrsta ári höfum við sent lið á Öldungarmót BLÍ (iðkendur 30 ára og eldri) og frá árinu 2020 hefur FRAM átt lið á Íslandsmóti í blaki. Fyrst eitt kvennalið og svo karlalið strax árið eftir. Nú eru tvö kvennalið og eitt karlalið að taka þátt í mótinu en spilaðar eru þrjár umferðir um allt land.

Blakdeildin er dugleg að brjóta upp æfingarrútínuna t.d. með því að fara á hraðmót og spila æfingaleiki við nágranna félög. Jólaspilið hefur einnig verið fastur viðburður þar sem öll liðin hittast og spila undir dynjandi jólatónlist.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!