fbpx

Verklagsreglur í einelti



Knattspyrnufélagið Fram leggur áherslu á að öllum líði vel í starfi félagsins. Einelti og annað
ofbeldi er ekki liðið innan raða félagsins. Leitast er við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og
leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt.

Skilgreining á einelti:
Einelti er endurtekið ofbeldi eða áreitni sem stjórnað er af einstaklingi eða hópi og beinist að
einstaklingi sem tekst ekki að verja sig. Einelti er ofbeldi og félagsleg útskúfun sem getur haft
alvarlegar afleiðingar fyrir þolandann og gerandann.
Einelti getur bæði verið líkamlegt og andlegt. Barsmíðar, spörk, hrindingar og líkamlegar
meiðingar geta flokkast til líkamlegs eineltis en dæmi um birtingarmyndir andlegs eineltis eru
stríðni, útilokun, útskúfun, særandi umtal, höfnun og hótanir.

Verklagsreglur í eineltismálum:

Hver sá sem verður var við einelti skal gera þjálfara viðkomandi flokks grein fyrir því.
Þjálfari reynir að leysa hvert atvik um leið og það kemur upp eða eins fljótt og mögulegt er.
Þjálfari ræðir við aðila málsins, fær fram sjónarmið beggja og reynir að fá sem skýrasta
mynd af málinu.
Þjálfari ræðir við geranda/gerendur, einn í einu, áminnir þá og gerir þeim ljóst að einelti
verði ekki liðið innan hópsins.
Þjálfari ræðir jafnframt við þolandann í einrúmi, sýnir honum stuðning og leggur áherslu á
að eineltið sé ekki þolandanum að kenna.
Þjálfari hefur samband við foreldra/forráðamenn málsaðila, upplýsir þá um málið og óskar
eftir stuðningi þeirra við að leysa það farsællega.
Leysist málið ekki á farsælan og auðveldan hátt gerir þjálfari
framkvæmdastjóra/íþróttafulltrúa grein fyrir málinu. Íþróttafulltrúi hefur samband við
námsráðgjafa skóla málsaðilanna og upplýsir hann um málið enda er samstarf íþróttafélaga
og skóla mikilvægt við úrlausn slíkra mála.
Mikilvægt er að skilaboðin um að einelti sé ekki liðið komi úr sem flestum áttum; frá
foreldrum/forráðamönnum, skóla og íþróttafélagi.
Þjálfari fylgist vel með málsaðilum í framhaldinu. Meti hann það svo að málið hafi ekki
verið leyst með framangreindum aðgerðum og eineltið haldi áfram er honum heimilt að
útiloka geranda/gerendur tímabundið frá æfingum á meðan unnið er að frekari úrlausn
málsins. Þjálfari skal tafarlaust gera foreldrum/forráðamönnum iðkendanna grein fyrir
ákvörðun sinni. Hann skal jafnframt upplýsa framkvæmdastjóra/íþróttafulltrúa um
ákvörðunina. Framkvæmdarstjóri/íþróttastjóri skulu í framhaldinu kalla eftir sérfræði
aðstoð frá þjónustumiðstöð hverfisins og/eða fjölskyldumiðstöð og fá aðstoð þeirra við lausn
málsins.
Verði ágreinungur á milli Íþróttafulltrúa og forráðamanna barna um meðferð mála sem ekki
tekst að leysa getur hvor aðili um sig vísað málinu til aðalstjórnar FRAM.
Reykjavík 7. desember 2010.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!