Verslun

Knattspyrnufélagið Fram býður upp á glæsilegan varning fyrir alla stuðningsmenn, iðkendur og áhugasama einstaklinga um félagið.

Hvort sem þú ert á vellinum, á hliðarlínunni eða heima hjá þér, þá er tilvalið að sýna stuðning með kaupum á okkar fjölbreytta úrvali af varningi. 

Allur varningurinn okkar er hannaður með Fram í huga. Með því að kaupa og nota Fram varning, styður þú ekki aðeins félagið heldur einnig okkar unga og upprennandi leikmenn. 

Við erum í raun ekki  með netverslun, heldur kemur þú til okkar og kaupir það sem áhugi er á. Keypt vikulegt magn nær ekki því lágmarki svo hægt sé að standa í því að efla þá þjónustu meir.

Býrðu út á landi en viltu Fram vörur? Ekkert mál, hafðu samband og við leysum úr því saman! 

Hér fyrir neðan er það úrval sem við bjóðum upp á hverju sinni. Einnig er hægt að kíkja við í Fram heimilið til að skoða úrvalið. 

Hér finnur þú allt sem þú þarft til að sýna þinn sanna stuðning við Knattspyrnufélagið Fram! 

ATH. Búningar og annar æfingafatnaður er seldur hjá Errea, Bæjarlind 14-16, Hér má sjá þeirra úrval: https://shop.errea.is/fram

Styðjum Fram!

Sólgleraugu

Fyrir hlaupin, stúkuna, hliðarlínuna og allt hitt

Verð: 5.990

Inniskór

Eigum nokkur aukapör í öllum stærðum á lager

Verð: 7.990​

Kokkasett

Eldaðu eins og sannur meistari

Verð: 5.990​

Treyja

Fyrir þá sem eru ekki hræddir við að skera sig úr

Verð: 10.990

Fánar

Flaggaðu alla daga vikunnar

Verð: 6.990

Golfhandklæði

Fyrir þá sem vilja skína

Verð: 2.990

Buff

Láttu Fram buffa þig

Verð: 2.000

Kylfuhlíf

Sannir Framarar eru með sanna kylfuhlífar

Verð: 3.500

Sokkar

Fram sokkar í fjórum stærðum

Verð: 2.000

Fót. sokkar

Fótboltasokkar fyrir sparkið

Verð: 2.000

Húfa

Láttu taka eftir þér í stúkunni

Verð: 4.990

Bakpoki

Góður fyrir takkaskónna, sundlaugarfatnað og annað

Verð: 1.990

Trefill

Fram trefillinn, þegar þú vilt halda stíl en styðja í leiðinni

Verð: 3.000

Sætishlíf

Þegar sætið er blautt, er þetta málið

Verð: 2.000

Kortaveski á síma

Til að geyma kortin aftan á símanum

Verð: 1.990

Lyklakippa

Þú týnir ekki lyklum með þessa kippu á þér

Verð: 1.000

Hvítt teip

1x Hvítt teip fyrir teipingar. 

Verð: 1.000

Brúnt teip

1x Brúnt teip – ATH sterkara en hvíta teipið

Verð: 1.500