Dregið var í riðla í Evrópudeild karla í handbolta í dag. Framarar drógust í D-riðil og mæta m.a. Þorsteini Leó Gunnarssyni í portúgalska liðinu Porto.
Fram mæta einnig annaðhvort Elverum frá Noregi eða spænska liðinu Torrelavega annars vegar og Gorenje Velenje frá Slóveníu eða Kriens-Luzern frá Sviss hins vegar.