fbpx
banner

Guðmundur Magnússon kveður Fram

Knattspyrnudeild Fram og Guðmundur Magnússon hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að Guðmundur muni ekki leika með félaginu á komandi leiktíð.

Guðmundur hefur verið einn af burðarásum liðsins um árabil og lék með Fram í 13 tímabil, á árunum 2007–2025. Á þeim tíma spilaði hann 291 leik fyrir félagið og skoraði 97 mörk, sem gerir hann að einum markahæsta og leikjahæsta leikmanni í sögu Fram.

Guðmundur á langan og farsælan feril að baki í Frambúningnum.  Hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki aðeins 16 ára gamall árið 2007 og gegndi stöðu fyrirliða um nokkurra ára skeið.  Auk Fram hefur Guðmundur leikið með Víkingi Ólafsvík, HK, Keflavík, ÍBV og Grindavík, og á seinni hluta síðasta tímabils lék hann á láni með Breiðabliki.

Knattspyrnudeild Fram vill færa Guðmundi innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins, bæði innan sem utan vallar.  Guðmundur hefur verið fyrirmynd yngri leikmanna, komið að þjálfun yngri flokka félagsins og skilið eftir sig djúp spor í sögu Fram.

Fram óskar Guðmundi velfarnaðar í framtíðinni, bæði innan sem utan vallar.

Share this post

Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!