Ómar Ingi Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands U15 karla, hefur valið leikmannahóp til úrtaksæfinga sem kemur saman dagana 6.-8. ágúst 2025. Æfingarnar fara fram á Laugardalsvelli.
Við Framarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum æfingahópi Íslands U15 en Gísli Þór Árnason var valinn frá Fram að þessu sinni.
Gangi þér vel Gísli Þór.
