Það er þrefaldur landsliðsvinningur hjá Framstelpunum núna þegar landsliðsvikan gengur í garð.
Þær Alfa Brá, Harpa María og Katrín Anna hafa verið valdar í landsliðshópinn fyrir komandi verkefni sem er meðal annars leikur hér í Lambhagahöllinni gegn Færeyjum þann 15. október, næstkomandi miðvikudag.
Við erum að sjálfsögðu hrikalega stolt af okkar konum og hlökkum til að fylgjast með þeim með landsliðinu í komandi viku.
Til hamingju stelpur!