Knattspyrnufélagið Fram tók í dag á móti fallegri gjöf úr höndum fjölskyldu Ríkharðs Jónssonar fyrrum leikmanns Fram. Dóttir Ríkharðs, Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom færandi hendi með mynd eftir listamanninn Eirík Jónsson af Þingvallavatni. Myndin hefur verið sett upp og verður til minningar um föður hennar.
Fram þakkar kærlega fyrir þessa myndarlegu og hlýju gjöf, sem fær á sinn hátt að minna á tengsl fortíðar og framtíðar félagsins.
En til gamans má geta að Eiríkur Jónsson er einnig höfundur merki félagsins