Fram Open fer fram með glæsibrag föstudaginn 8. ágúst 2025 á golfvellinum á Flúðum. Við bjóðum félagsmönnum, stuðningsmönnum og velunnurum félagsins velkomna til að taka þátt í frábæru móti með góðum félagsskap. Ræst verður út af öllum teigum kl. 13.00. Frábært væri ef þátttakendur væru komnir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr.
Þátttökugjald er 12.500 kr. og innifalið í því er mótsgjald, teiggjöf og matur að keppni lokinni. Skráning fer fram á golfboxinu – https://tourentry.golfbox.dk/?cid=5139972 – gerum undanþágu ef viðkomandi er ekki í klúbb og getur ekki skráð sig gegnum boxið (hafa samband á toggi@fram.is)
Eins og áður verður boðið upp á fjölbreytta verðlaunaflokk og skemmtileg aukaverðlaun. Punkta og höggleikur ásamt lengdar og nándar verðlaunum.
Michelsen veitir verðlaun fyrir höggleik ásamt því að veita verðlaun fyrir nákvæmustu golfarana!
Hámarksforgjöf á mótinu er 24 á karla og 28 á konur.
Við munum bjóða upp á rútuferð fram og tilbaka úr Reykjavík fyrir aðeins 4.500 kr. aukalega – þó aðeins ef 30 eða fleiri skrá sig, svo hvetjum þá sem ætla nýta sér rútuna að láta vita á toggi@fram.is
Beiðni um holl má senda á toggi@fram.is
