Stelpurnar okkar í fótboltanum mæta Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ á morgun föstudaginn 12. september og strákarnir okkar mæta FH í Kaplakrika á sunnudaginn 14. september.
Knattspyrnudeild Fram ætlar að bjóða stuðningsfólki Fram upp á fríar rútuferðir á báða leikina.
Skráningar á kvennaleikinn þurfa að berast fyrir miðnætti fimmtudaginn 11. september á dadi@fram.is.
Skráningar á karlaleikinn þurfa að berast fyrir hádegi laugardaginn 13. september á dadi@fram.is.
Koma svo Framarar! Allir að skrá sig í rúturnar og hvetjum okkar fólk til góðra verka!

