Knattspyrnufélagið FRAM

Framherjar

Framherjar
Framherjar eru stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Fram.

Félagsmenn greiða mánaðarlega fjárhæð sem rennur til rekstrar afreksstarfs félagsins.  Þessi stuðningur skiptir sköpum í rekstrinum og gerir allt starfið stöðugra.

Með því að gerast aðilar í FRAMherjum styðja klúbbfélagar við félagið sitt með mánaðarlegum greiðslum og fá í staðinn árskort á alla heimaleiki knattspyrnuliðs Fram í Íslandsmóti ásamt því að FRAMherjum er boðið upp á kaffi í hálfleik og skemmtilegt spjall við vini og félaga.

Það verður eingöngu fyrir kraft og afl fjölda Framara sem félagið mun á ný ná árangri á knattspyrnuvellinum sem tekið verður eftir.

Stuðningur ykkar er okkur afar mikilvægur.


Félagsaðild

 • BRONSKORT kr. 2.000.- pr. mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 1 og kaffi í hálfleik.
  Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 22.000.-
 • SILFURKORT kr. 3.000.- pr. mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 2 og kaffi í hálfleik.
  Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 33.000.-
 • GULLKORT kr. 4.000.- pr. mánuð
  Heimaleikjakort fyrir 3 og kaffi í hálfleik.
  Gildir á alla heimaleiki í Íslandsmóti.  Hægt að kaupa í eingreiðslu kr. 44.000.-

Hvert tímabil er frá maí til apríl ári síðar og endurnýjast aðildin í eitt ár í senn nema henni sé sagt upp fyrir lok hvers tímabils.

Á döfinni

Fös. 8. nóv. ÍR 20 – 30 FRAM U
Grill 66 deild kvenna Austurberg
Fös. 8. nóv. ÍR U 27 – 32 FRAM U
2. deild karla Austurberg
Lau. 9. nóv. FRAM  43 – 18 KA/Þór
Olísdeild kvenna FRAMhús
Lau. 9. nóv. Stjarnan 26 – 26 FRAM
Olísdeild karla Mýrin Garðabæ
Mið. 13. nóv. kl. 20:15  FRAM U – Haukar U
2. deild karla FRAMhús
Lau. 16. nóv. kl. 16:30  ÍBV – FRAM 
Olísdeild kvenna Vestmannaeyjar
Sun. 17. nóv. kl. 15:00  FRAM U – Fjölnir
Grill 66 deild kvenna FRAMhús
Sun. 17. nóv. kl. 19:30  Selfoss – FRAM
Olísdeild karla Selfoss

Samstarfsaðilar