Fyrsta túrnering íslandsmóts í blaki er nú að baki. FRAM skartaði þremur liðum á mótinu, tveimur kvennaliðum og einu karlaliði. Herrarnir, sem tóku þátt í mótinu nú í fyrsta sinn, hentu sér á Ísafjörð og kepptu sína leiki þar, en dömurnar áttu sínar rimmur í Fagralundi, Kópavogi.
Leikirnir gengu að vonum misvel, nokkrir notalegir sigrar en því miður aðeins of margir ósigrar. Töluverð nýliðun er í hópnum þetta árið og allir sannfærðir um að hér er frábær hópur á ferð sem á eftir að þéttast enn betur sem lið fyrir næstu túrneringar sem verða í janúar og mars.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email