Fram hefur samið við Danjal Ragnarsson, 24 ára leikmann frá Færeyjum, sem kemur á láni frá færeyska félaginu Neistanum út tímabilið!
Danjal er öflugur og metnaðarfullur leikmaður sem mun styrkja hópinn okkar enn frekar. Við hlökkum til að sjá hann láta til sín taka í bláu treyjunni á komandi vikum! 

Velkominn í Fram, Danjal! 
