Kæru FRAMarar
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið 25. október sl. Mikil gleði var í húsinu og frábæru gengi liðanna okkar á leiktíðinni fagnað 
Í meistaraflokki karla var Viktor Freyr Sigurðsson valinn bestur, Vuk Oskar Dimitrijevic var markakóngur tímabilsins og Freyr Sigurðsson var valinn efnilegastur 
Í meistaraflokki kvenna var hún Murielle Tiernan valin besti leikmaður tímabilsins og var hún einnig markadrottning, Katrín Erla Clausen var valin efnilegust 
Í 2.flokki karla var Hlynur Örn Andrason valinn Bestur, Kajus Pauzuolis var efnilegasti leikmaður tímabilsins og hann Elmar Daði Davíðsson var markakóngur 2.flokks 
Einnig voru þeir Fred Saraiva og Már Ægisson heiðraðir fyrir það að hafa spilað 200 leiki fyrir FRAM 
Glæsilegt kvöld í alla staði og viljum við þakka ykkur kæru FRAMarar fyrir stuðninginn við liðin okkar á þessu tímabili – við erum full tilhlökkunar fyrir komandi tímum
Áfram FRAM