fbpx
Hulda gegn UMFA vefur

Þrjár frá FRAM í landsliði Íslands U-20 sem mun leika í undankeppni HM um helgina

hafdís LíljaHulda Dagsragnheiður JúlíusdóttirLandslið Íslands U-20 mun um helgina leika í undankeppni HM og er leikið hér á landi en allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu Strandgötu. Það er ljóst að um erfiðan riðil er að ræða en tvö lið komast þó áfram á HM í Rússlandi sem fram fer í júlí.
Íslenski hópurinn er skipaður stúlkum úr Olísdeild kvenna, flestar hafa reynslu af því að spila með yngri landsliðum Íslands auk þess sem nokkrar þeirra hafa verið í og kringum A landsliðshóp undanfarna mánuði.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúaí þessum sterka hópi en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Hafdís Lilja Torfadóttir              FRAM
Hulda Dagsdóttir                       FRAM
Ragnheiður Júlíusdóttir              FRAM

Leikjaplan mótsins:

Fös. 18.mars
kl. 18.00     ÍSLAND – Hvíta Rússland
Lau. 19.mars
kl. 14.00     ÍSLAND – Ungverjaland

Sun. 20.mars
kl.11.00      ÍSLAND – Austurríki
Við hvetjum alla handboltaáhugamenn til að koma í Strandgötuna um helgina og styðja við stelpurnar okkar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!