Landslið Íslands U-20 mun um helgina leika í undankeppni HM og er leikið hér á landi en allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu Strandgötu. Það er ljóst að um erfiðan riðil er að ræða en tvö lið komast þó áfram á HM í Rússlandi sem fram fer í júlí.
Íslenski hópurinn er skipaður stúlkum úr Olísdeild kvenna, flestar hafa reynslu af því að spila með yngri landsliðum Íslands auk þess sem nokkrar þeirra hafa verið í og kringum A landsliðshóp undanfarna mánuði.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúaí þessum sterka hópi en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Hafdís Lilja Torfadóttir FRAM
Hulda Dagsdóttir FRAM
Ragnheiður Júlíusdóttir FRAM
Leikjaplan mótsins:
Fös. 18.mars
kl. 18.00 ÍSLAND – Hvíta Rússland
Lau. 19.mars
kl. 14.00 ÍSLAND – Ungverjaland
Sun. 20.mars
kl.11.00 ÍSLAND – Austurríki
Við hvetjum alla handboltaáhugamenn til að koma í Strandgötuna um helgina og styðja við stelpurnar okkar.
ÁFRAM FRAM