fbpx
Atvinnumennirnir Okkar (10)

Íþróttamaður FRAM 2020 – Ragnheiður Júlíusdóttir

Ragnheiður Júlíusdóttir  er fædd árið 1997, er uppalin í Fram og hefur leikið með félaginu upp alla yngri flokka Fram. Ragnheiður hóf að leika með meistaraflokki Fram veturinn 2014 -2015 og hefur á þeim tíma leikið vel yfir 200 leiki fyrir félagið. Ragnheiður hefur leikið með öllu yngri landsliðum Íslands og á að baki 26 A landsleiki fyrir  Íslands hönd.

Ragnheiður hefur frá unga aldri verið einn besta handknattleikskona landsins. Hún var burðarás í langbesta liði deildarinnar á síðasta tímabili og var sérstaklega mikilvæg í mörgum lykilleikjum á liðnu tímabili. Ragnheiður hefur í gegnum árin verið virk í starfi  sínu fyrir Fram, sem þjálfari yngri flokka ásamt því að vera boðinn og búinn að aðstoða félagið á ýmsan hátt. Ragnheiður hefur með störfum sínum fyrir félagið verið góð fyrirmynd ungra stúlkna í Fram.

Til hamingju Ragnheiður Júlíusdóttir.

Myndir af Ragnheiði er hægt að finna hér: http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!