Ægir Hrafn Jónsson leggur skóna á hilluna!
Varnarmúrinn og ofurmennið Ægir Hrafn Jónsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í handboltanum sem spannar fleiri ár en gengur og gerist hjá handboltamönnum. Ægir var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Fram árið 2013 en villtist í önnur lið í nokkur tímabil en snéri aftur 2018.
Ægir hefur verið mikilvægur hlekkur í okkar liði frá því að hann sneri aftur. Hann spilaði fyrst og fremst vörn þessi síðustu tímabil hjá okkur í Fram og varði oft á tíðum ófá skotin í hávörninni og var andstæðingum okkar óþægur ljár í þúfu. Hann er frábær liðsmaður og liðsfélagi og öllum líkar vel við Ægi enda einstakur ljúflingur og góðmenni. Hugarfar hans og fagmennska er einstök og ættu aðrir íþróttamenn að taka hann sér til fyrirmyndar. Hann hugsaði vel um sig og gaf sér allaf góðan tíma bæði fyrir og eftir æfingar á rúllunni.
Við í Fram þökkum Ægi kærlega fyrir hans framlag til handboltans í Fram og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email