Stefán Orri Arnalds semur til 3 ára.
Það eru alltaf frábærar fréttir fyrir félagið þegar ungir og efnilegir leikmenn skrifa undir samning um áframhaldandi veru í félaginu. Stefán Orri hefur komið sterkur inn og nýtt sín tækifæri vel á sínu fyrsta ári í meistaraflokki. Stefán spilaði 18 leiki í deild fyrir FRAM í vetur og skoraði í þeim 27 mörk. Við væntum mikils af Stefáni á komandi árum innan sem utan vallar 🙂
Áfram Fram!